Sveinn Elías hættur keppni á HM unglinga

Sveinn Elías Elíasson hætti keppni eftir aðra keppnisgrein seinni dags í tugþrautarkeppninni á HM unglinga.
Sveinn sem var í 5. sæti eftir fyrri dag, hljóp 110m grindahlaup í morgun á 15,41 sek., sem var 12. besti árangur í þeirri og féll um eitt sæti. Þá kastaði hann kringlunni 32,95 metra og varð í 18. og næstsíðasta sæti með þann árangur. Sveinn féll niður um sex sæti eftir kringlukastið og var í 12. sæti fyrir áttundu greinina, stangarstökk. Sveinn ákvað þá að hætta keppni, frekar en að keppa með lánsstöngum, en stangarstökksstangir hans urðu eftir í Munchen á leiðinni til Bydgoszcz sl. sunnudag og bárust ekki í tæka tíð fyrir stangarstökks-
keppnina í dag. Þetta eru að sjálfsögðu mikil vonbrigði fyrir Svein sem var í keppni um efstu sæti á mótinu.
 
Á morgun hefur Helga Margrét Þorsteinsdóttir keppni í sjöþrautinni í Bydgoszcz. Helga er með 5. besta árangur af þeim keppendum sem skráðar eru til leiks á mótinu, en íslandsmet hennar frá sl. mánuði er 5524 stig.
Sjá nánar: www.iaaf.org

FRÍ Author