Sveinbjörg Zophoníasdóttir hóf keppni í morgun á Evrópumeistaramóti 19 ára og yngri.

Hún hljóp 100m grindarhlaup á 15,58 (v -0,149) sem er ársbesta hjá henni í greininni, stökk 1,69 í hástökki sem er einnig ársbesta hjá henni, kastaði kúlunni 12,10m sem enn og aftur er ársbesta hjá henni og að lokum hljóp hún 200m á 26,06 (v 0,182).  Hún er sem stendur í 17 sæti af 23 keppendum sem hófu keppni. Hún er í 17. sæti af 23 keppendum með 3069 stig.  Besti árangur Sveinbjargar í greininni er 5123 stig frá því í fyrra.
 
Seinni dagurinn hefst á morgun kl. 12:30 að staðartíma sem er 09:30 á íslenskum tíma með langstökki.  Hún náði einmitt lágmarki einnig í þeirri grein fyrir mótið en valdi það að taka þátt í sjöþrautinni.  Það verður gaman að fylgjast með henni í langstökkinu á morgun.
 
Stefanía Valdimarsdóttir keppir á morgun kl.12:20 að staðartíma sem er 09:20 á íslenskum tíma svo þær verða á svipuðum tíma að keppa.  Stefanía keppir í 400m grindarhlaupi og er í öðrum riðli af fjórum.

FRÍ Author