Sveinbjörg hefur keppni í fyrramálið

Sveinbjörg Zophaníasdóttir úr ÚSÚ hefur keppni kl. 9:30 að staðartíma í fyrramálið, eða kl. 7:30 að íslenskum tíma í sjöþraut á HM ungmenna (17 ára og yngri) sem nú stendur yfir í Bressanone í Suður-Týról á Ítalíu.
 
Hún er í fyrri tveggja riðla sem er fyrsta grein sjöþrautarinnar.Hástökkið hefst klst. síðar og er Sveinbjörg í A-hópi. Síðdegis, eða kl. 13:20 að ísl. tíma, hefst kúluvarpið. Keppni á fyrra degi sjöþrautarinnar lýkur með 200 m hlaupi sem hefst kl. 15:30 að íslenskum tíma.

FRÍ Author