Í síðustu viku var undirritaður samstarfsamningur Svefn og heilsu og Frjálsíþróttasamband Íslands til 31. desember 2024.
„Samstarf okkar við Svefn&Heilsu er farsælt og stuðningurinn ómetanlegur fyrir sambandið. Einnig er gaman að fylgjast með þeirri vegferð sem Svefn&Heilsa er á og að njóta góðs af í leiðinni enda hvíldin ekki síður mikilvæg en æfingin“ segir Guðmundur Karlsson, Framkvæmdastjóri FRÍ.
Svefn & Heilsa er sérverslun sem sérhæfir sig í heilsudýnum. Þau byggja á áratuga reynslu og veita ávalt vandaða og persónulega þjónustu við val á heilsudýnum og rúmum.
Á myndinni eru Sigurður Matthíasson, fyrrum landsliðsmaður í spjótkasti, forstjóri og eigandi Svefns og heilsu og Guðmundur Karlsson. Sigurður á fimmta besta árangurinn í spjótkasti karla frá upphafi, 80,50 metra.