Stórmótahópur FRÍ 16-22 ára 2019

Þrettán íþróttamenn hafa náð tilskyldum lágmörkum í stórmótahóp FRÍ 16-22 ára 2018-2019. Þau eru

 • Glódís Edda Þuríðardóttir Hjaltadóttir
 • Birna Kristín Kristjánsdóttir
 • Elísabet Rut Rúnarsdóttir
 • Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir
 • Helga Margrét Haraldsdóttir
 • Valdimar Hjalti Erlendsson
 • Erna Sóley Gunnarsdóttir
 • Tiana Ósk Whitworth
 • Þórdís Eva Steinsdóttir
 • Andrea Kolbeinsdóttir
 • Irma Gunnarsdóttir
 • Dagbjartur Daði Jónsson
 • Thelma Lind Kristjánsdóttir

Upplýsingar um keppnisgreinar, besta árangur og næstu stórmót sem keppendur eru búnir að ná lágmarki á má sjá hér

Hér má sjá upplýsingar um alþjóðleg mót unglinga og ungmenna árið 2019 og hér má sjá lágmörk í stórmótahópinn

Glódís Edda Þuríðardóttir Hjaltadóttir

Félag: KFA
Keppnisgreinar: 60m, 100m, 200m, 60m grind, 80m grind, hástökk, langstökk, kúluvarp, spjótkast

Glódís Edda er fædd árið 2003 og keppir fyrir KFA. Hún náði lágmarki inn í stórmótahópinn á silfurleikum ÍR sem fóru fram 24. nóvember 2018 í 200 metra hlaupi.
Glódís keppti á European Festival of Sprint Under 16 í Rieti á Ítalíu síðastliðið sumar. Þar komst hún í úrslit í 80 metra spretthlaupi þar sem hún hljóp á tímanum 10,64 sekúndum

Birna Kristín Kristjánsdóttir

Félag: Breiðablik
Keppnisgreinar: 60m, 100m, 200m, 100m grind, langstökk, hástökk, þrístökk

Birna Kristín er fædd árið 2002 og keppir fyrir Breiðablik. Birna náði lágmarki í stórmótahópinn í langstökki. Hennar besti árangur er 6,10 metrar og er það jafnframt aldursflokkamet í flokki stúlkna 16-17 ára. Birna keppti á EM U18 sumarið 2018 og hefur náði lágmarki á EM U20 sem fer fram sumarið 2019.

Elísabet Rut Rúnarsdóttir

Félag: ÍR
Keppnisgreinar: Sleggjukast

Elísabet Rut er fædd árið 2002 og keppir fyrir ÍR. Elísabet keppti á EM U18 ára síðasta sumar og á Ólympíuleikum ungmenna sem fóru fram í Argentínu í október á síðasta ári. Hún á aldursflokkamet stúlkna 16-17 ára í sleggjukasti sem er 66,81 metrar

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir

Félag: ÍR
Keppnisgreinar: 60m, 100m, 200m, 400m

Guðbjörg Jóna er fædd árið 2001 og keppir fyrir ÍR. Guðbjörg varð Evrópumeistari U18 í 100 metra hlaupi og Ólympíumeistari ungmenna U18 í 200 metra hlaupi á síðasta ári. Guðbjörg á Íslandsmetið í 200 metra hlaupi utanhúss. Næsta stórmót Guðbjargar er EM U20 sem fer fram sumarið 2019. Á það mót hefur hún náð lágmarki í 100, 200 og 400 metra hlaupi

Helga Margrét Haraldsdóttir

Félag: ÍR
Keppnisgrein: Sjöþraut

Helga Margrét er fædd árið 2001 og keppir fyrir ÍR. Helga komst inn í stórmótahópinn með árangri í kúluvarpi og keppti á EM U18 síðastliðið sumar í kúluvarpi.

Valdimar Hjalti Erlendsson

Félag: FH
Keppnisgrein: Kringlukast

Valdimar Hjalti er fæddur árið 2001 og keppir fyrir FH. Valdimar á best 58,38 metra í kringlukasti og er það jafnframt aldursflokkametið í flokki pilta 16-17 ára. Valdimar keppti á EM U18 síðastliði sumar og Ólympíuleikum ungmenna síðastliðið haust.

Erna Sóley Gunnarsdóttir

Félag: ÍR
Keppnisgrein: Kúluvarp

Erna Sóley er fædd árið 2000 og keppir fyrir ÍR. Erna á stúlknametið í flokki 18-19 ára í kúluvarpi og er það 14,98 metrar. Erna keppti á HM U20 síðastliðið sumar og hefur nú þegar náð lágmarki á EM U20 sem fer fram næsta sumar.

Tiana Ósk Whitworth

Félag: ÍR
Keppnisgreinar: 60m, 100m, 200m

Tiana Ósk er fædd árið 2000 og keppir fyrir ÍR. Tiana á Íslandsmetið í 60 metra spretthlaupi og deilir stúlknametinu í flokki 18-19 ára og 20-22 ára í 100 metra hlaupi með Guðbjörgu Jónu. Tiana keppti á HM U20 síðasta sumar og hefur náð lágmarki á EM U20 í 100 og 200 metra hlaupi sem fer fram næsta sumar.

Þórdís Eva Steinsdóttir

Félag: FH
Keppnisgreinar: 100m, 200m, 400m

Þórdís Eva er fædd árið 2000 og keppir fyrir FH. Helsta keppnisgrein Þórdísar er 400 metra hlaup og mun hún keppa á EM U20 næsta sumar í þeirri grein. Þórdís hefur margoft keppt erlendis á alþjóðlegum mótum og hefur bætt fjölmörg aldursflokkamet á síðustu árum. Nýjast met hennar er frá því í desember 2018 þegar hún bætti stúlknametið 18-19 ára í 300 metra hlaupi.

Andrea Kolbeinsdóttir

Félag: ÍR
Keppnisgreinar: 3000m, 5000m, 3000m hindrun

Andrea Kolbeinsdóttir er fædd árið 1999 og keppir fyrir ÍR. Andrea keppti á HM U20 síðastliðið sumar í 3000 metra hindrunarhlaupi þar sem hún bætti eigið Íslandsmetið í greininni. Sá tími dugar henni til þess að komast á EM U23 sem fer fram næsta sumar.

Irma Gunnarsdóttir

Félag: Breiðablik
Keppnisgrein: Sjöþraut

Irma Gunnarsdóttir er fædd árið 1998 og keppir fyrir Breiðablik. Irma varð Norðulandameistari U23 ára í sjöþraut síðastliðið sumar og mun keppa á EM U23 næsta sumar.

Dagbjartur Daði Jónsson

Félag: ÍR
Keppnisgrein: Spjótkast

Dagbjartur Daði er fæddur árið 1997 og keppir fyrir ÍR. Dagbjartur bætti sig mikið síðastliðið sumar og kastaði hann lengst á Javelin festival í Jena þegar hann bætti sinn persónulega árangur um fjóra metra og kastaði 76,19 metra. Með því kasti náði hann lágmarki á EM U23 næsta sumar.

Thelma Lind Kristjánsdóttir

Félag: ÍR
Keppnisgreinar: Kringlukast, kúluvarp

Thelma Lind er fædd árið 1997 og keppir fyrir ÍR. Thelma vakti mikla athygli í sumar þegar hún bætti 36 ára gamalt Íslandsmet í kringlukasti. Thelma kastaði 54,69 metra og bætti sig um tæpa tvo metra. Með því kasti náði hún lágmarki á EM U23 sem fer fram næsta sumar.