Stórmót ÍR um helgina – metþátttaka

Aníta Hinriksdóttir ÍR mun hlaupa 200m og 400m, Hafdís Sigurðardóttir UFA er skráð til keppni í 60m, 200m og langstökki en báðar hafa náð lágmarki til keppni á EM innanhúss sem fram fer í mars. 
Aðrir sem munu gera atlögu að lágmörkum fyrir EM á á Stórmóti ÍR eru Óðinn Björn Þorsteinsson ÍR í kúluvarpi, Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir ÍR í 60m hlaupi, Kolbeinn Höður Gunnarsson UFA og Ívar Kristinn Jasonarson ÍR í 400m, Þorsteinn Ingvarsson ÍR og Kristinn Torfason FH í langstökki, Einar Daði Lárusson ÍR í 60m grindahlaupi, Kristinn Þór Kristinsson HSK í 800m og Krister Blær Jónsson ÍR í stangarstökki, segir í tilkynningur frá félaginu.
Á mótinu verða í fyrsta skipti veittar viðurkenningar í öllum keppnisgreinum fyrir mestu framfarir í fyrsta sinn. Nýtt mótaforrit Frjálsíþróttasambands Íslands, sem hanað er af Friðriki Þór Óskarssyni gerir þetta mögulegt.  Það verða því fjórir einstaklingar í flokkum 11 ára og eldri sem verða kallaðir til verðlaunaafhendingar eftir hverja keppnisgrein á Stórmóti ÍR um helgina, þrír bestu og svo sá sem bætti persónulegan árangur sinn mest.
 
Tímaseðill og nánari upplýsingar um mótið er að finna hér.
 
Nánari upplýsingar um mótð gefa:
Margrét Héðinsdóttir, formaður frjálsíþróttadeildar ÍR  s: 854-1481  netfang:  margret1301@gmail.com
Þráinn Hafsteinsson, yfirþjálfari frjálsíþróttadeildar ÍR s: 863-1700 netfang: thrainn@ir.is

FRÍ Author