Fjölmennasta frjálsíþróttamót ársins, Stórmót ÍR, fer fram um helgina. Mótið fer fram bæði laugardag og sunnudag og hefst það kl. 9 á laugardagsmorgni og endar kl. 17 á sunnudaginn.
Skráningarfrestur er runninn út en hægt er að skrá sig gegn tvöföldu gjaldi fram að móti.
Mikill fjöldi keppenda er skráður á mótið og koma keppendur alls staðar af landinu til að taka þátt í þessu skemmtilega móti en einnig er nokkur fjöldi keppenda frá Færeyjum skráður á mótið.
Tímaseðil mótsins má sjá hér.
Hér má sjá Facebook síðu viðburðarins.
Við hvetjum alla til þess að mæta í Höllina um helgina og hvetja keppendur áfram!