Stórgóð sjöþraut hjá Einari Daða

Einar Daði hljóp í gær 60 m á 7,09 sek sem gefa 851 stig. Þetta er hans næst besti árangur í greininni. Hann stökk 7,38 m í langstökki sem gefur 905 stig. Kúlunni varpaði hann 12,30 m sem gefa 625 stig. Loks fór hann 2,00 m í hástökki sem gefa 803 stig. Eftir fyrri dag hafði hann samtals 3184 stig.
 

Í dag hljóp Einar Daði 60m grindahlaupið á 8,32 sek (hans þriðji besti árangur) sem gefa 903 stig, stangarstökk 4,40 m sem gefa 731 stig og 1000m hlaup 2:51,59 mín., sem gefa 749 stig. Samtals eru þetta 5.567 stig eins og áður sagði og er hann annar besti Íslendingur í greininni frá upphafi.

FRÍ Author