Stöndum vörð um mannréttindi

Alberto hóf störf á Íslandi sem frjálsíþróttaþjálfari fyrir 10 árum síðan og hefur m.a. sinnt ýmsum störfum fyrir FRÍ. Ramon hefur stundað frjálsíþróttir um árabil og keppti fyrir skömmu í unglingalandsliði FRÍ á Norðurlandamóti á Akureyri. Ekki þarf að efast um að þeir eiga samúð meðal frjálsíþróttafólks og góðan stuðning í baráttunni fyrir því að geta snúið aftur til starfa og leiks í því öryggi og umburðarlyndi sem allir Íslendingar vilja njóta.
 
Frjálsíþróttahreyfingin hefur lagt áherslu á að allir væru velkomnir til þátttöku í starfi hennar, innan vallar sem utan, án tillits til hörundslitar, uppruna, kyns, trúarbragða eða annarra mannréttindaþátta. Stjórn Frjálsíþróttasambandsins hvetur íþróttafólk og velunnara íþrótta til að standa vörð um þessi gildi og styðja við baráttu gegn brotum á þeim.

FRÍ Author