Sterkir keppendur á MÍ 15-22 ára

Penni

2

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Sterkir keppendur á MÍ 15-22 ára

Meistaramót Íslands 15-22 ára fer fram í Kaplakrika um helgina, 28.-29. janúar. Um 170 keppendur eru skráðir til leiks og þar á meðal tíu einstaklingar úr A landsliði FRÍ.

Landsliðskonan Birna Kristín Kristjánsdóttir (Breiðablik) er búin að eiga frábært tímabil í langstökki og er búin að stökkva lengst 6,11 m. í ár sem er það lengsta sem hún hefur stokkið innanhúss. Hún er aðeins einum sentímetra frá aldursflokkametinu í langstökki í 20-22 ára flokki sem er 6,12 m. og jafnframt hennar besti árangur utanhúss.

Langstökk 20-22 ára laugardagur kl. 15:20

Landsliðsmaðurinn Elías Óli Hilmarsson (FH) átti glæsilegt tímabil á síðasta ári og tók þátt í sínu fyrsta landsliðsverkefni þegar hann keppti á NM U20. Þar vann hann silfurverðlaun í hástökki og bætti sinn persónulega árangur um tólf sentímetra og stökk 2,06m.

Hástökk 18-19 ára sunnudagur kl. 9:30

Landsliðskonan Júlía Kristín Jóhannesdóttir (Breiðablik) verður á meðal keppenda í 60m grindahlaupi en hún keppti meðal annars á EM U18 í 100m grindahlaupi. Júlía á best 8,83 sek. í greininni og hljóp hún það á MÍ í fjölþrautum. Júlía er skráð í sex greinar á mótinu; 60m, 60m grind., 200m, hástökk, langstökk og kúluvarp.

60m grindahlaup 18-19 ára sunnudagur kl. 10:10

Arnar Logi Brynjarsson (ÍR) verður á meðal keppenda og er hann skráður í fimm greinar. Arnar setti samtals átta aldursflokkamet og tók þátt í sínu fyrsta landsliðsverkefni á síðasta ári þegar hann keppti á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar. Arnar á best 7,21 sek. í 60m og 22,99 sek. í 200m. 

200m 16-17 ára sunnudagur kl 12:40

Landsliðskonan Ísold Sævarsdóttir (FH) er skráð í fjórar greinar um helgina en varð nýverið Íslandsmeistari í fimmtarþraut stúlkna í flokki 18-19 þrátt fyrir að vera aðeins á sextánda ári. Ísold bætti einnig aldursflokkamet í flokki 15 ára stúlkna í 60 m. grindahlaupi í desember. Ísold átti frábært tímabil á síðasta ári og varð meðal annars í fjórða sæti á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í sjöþraut.

60m grindahlaup 16-17 ára sunnudagur kl. 9:30

Guðjón Dunbar Diaquoi Þorsteinsson (Breiðablik) keppir í bæði langstökki og þrístökki um helgina en hann hefur verið í miklum bætingarham á síðustu mótum og er búinn að stökkva lengst 6,60 m. í langstökki og 14,26 m. í þrístökki sem er hans persónulegi besti árangur. Guðjón tók einnig þátt í sínum fyrstu landsliðsverkefnum á síðasta ári en hann keppti bæði á EM U18 og NM U20 í þrístökki.

Þrístökk 18-19 ára sunnudagur kl. 13:40

Penni

2

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Sterkir keppendur á MÍ 15-22 ára

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit