Stefnir í bætingu hjá Irmu á EM 16-19 ára!

Irma Gunnarsdóttir Breiðabliki keppir í dag á seinni degi sjöþrautarinnar á Evrópumeistaramóti 16-19 ára. Hún keppti í langstökki í morgun og var rétt í þessu að ljúka keppni í spjótkasti.

Í langstökki stökk hún lengst 5,62 m og hlaut 735 stig fyrir þann árangur. Glæsilega gert hjá Irmu en hún á best 5,69 m í langstökki úti og var því aðeins 7 cm frá því.

Í spjótkasti kastaði hún 43,15 m í síðasta kasti og tryggði sér þar með 8. sætið í greininni af 26 keppendum. Flottur árangur hjá Irmu í dag og er hún komin með 4454 stig og stefnir í góða bætingu. Síðasta grein sjöþrautarinnar er 800m hlaup og fer það fram kl. 15:50 á íslenskum tíma.

Árangur Irmu:

  • 100 m grindahlaup: 15,00 sek PB (842 stig)
  • Hástökk: 1,51 m (632 stig)
  • Kúluvarp: 12,77 m (712 stig)
  • 200 m: 25,91 sek (805 stig)
  • Langstökk: 5,62 m (735 stig)
  • Spjótkast: 43,15 m (728 stig)