Met og EM lágmörk á MÍ um helgina?

Í 800m metra hlaupinu munu þeir Snorri Sigurðsson ÍR og Kristinn Þór Kristinnsson HSK há einvígi en þeir  hafa báðir hlaupið mjög vel og eru stutt frá lágmarkinu en Snorri hefur hraðast hlaupið 1:51.40 mín sem er aðeins 6/10 frá EM lágmarkinu og Kristinn á best 1:51,90 mín.
 
Hafdís Sigurðardóttir UFA, María Rún Gunnlaugsdóttir Ármanni og Sveinbjörg Zophoníasdóttir FH munu keppa í langstökki og í grindarhlaupi. Hafdís mun etja kappi við Anítu í 400 m hlaupi líka.

Í langstökkinu eru það Kristinn Torfason FH og Þorsteinn Ingvarsson sem báðir berjast um bæði sigurinn en einnig við lágmarkið á EM. Óðinn Björn Þorsteinsson FH er mættur í kasthringinn í fyrsta sinn á þessu tímabili.

 
Mjög góð þátttaka er í mörgum greinum og eru sem dæmi 32 skráðir til leiks í undanrásum í 60 m hlaupi og 30 í 200 m karla, 14 keppendur í hástökki kvenna svo fáein dæmi séu nefnd.
 
Mótið er í umsjón frjálsíþróttadeildar ÍR að þessu sinni. Tímaseðil og úrslit er hægt að sjá á Mótaforriti FRÍ.

FRÍ Author