Stefanía og Aníta lönduðu Norðurlandameistaratitlum í sínum greinum

Stefanía Valdimarsdóttir hóf daginn glæsilega með sigri í 400m grindarhlaupi á tímanum 60,36 sem er við hennar besta árangur í greininni en hún á 60,32.  Aníta Hinriksdóttir hljóp 800m glæsilega og sigraði með YFIRBURÐUM og tími hennar var 2:03;66 en hún á 2:03;15 síðan á HM í Barcelona fyrr á árinu, fólk hélt fyrst að þarna færi fram 400m hlaup þvílíkur var hraðinn…..  Sindri Lárusson varpaði kúlunni 17,86m sem gaf honum brons og var kastserían hans mjög jöfn. Stelpurnar okkar; María Rún Gunnlaugsdóttir, Stefanía Valdimarsdóttir, Dóróthea Jóhannesdóttir og Arna Stefanía Guðmundsdóttir enduðu góðan dag með að hlaupa 4x100m boðhlaup á 48,03 og náðu þriðja sæti. Hilmar Örn Jónsson kastaði sleggjunni 62,54m sem jafnfram er aldursflokkamet í 16-17 ára en kastsería hans var mjög jöfn líkt og hjá Sindra.  Þeir sem bættu sinn persónulega árangur á mótinu voru: Dóróthea Jóhannesdóttir hljóp 100m á 12,56, Ingi Rúnar Kristinsson stökk 6,57m í langstökki ( 2,1), Ingvar Hjartarsson hljóp 5000m á 15:25;83 og Snorri Stefánsson hljóp 800m á 1:55;76.
 
Dagurinn byrjar snemma á morgun eða kl. 09:00 og lýkur keppni um 12:00.

FRÍ Author