Stefanía með forystu í sjöþraut kvenna eftir fyrri dag

Stefanía Valdimarsdóttir úr Breiðablik er með forystu í sjöþraut kvenna eftir fyrri dag. Í 2. sæti er Sveinbjörg Zophoníasdóttir USÚ og Fjóla Signý Hannesdóttir HSK/Selfossi er í 3. sæti.
Hjá körlunum hefur Akureyringurinn Bjarki Gíslason forystu, en í öðru sæti er Sölvi Guðmundsson úr Breiðablik. Þriðji eftir fyrri keppnisdag er síðan félagi Bjarka úr UFA  Elvar Örn Siguðsson.
Sveitir ÍR sigruðu í 4×800 m boðhlaupi karla og 3×800 m boðhlaupi kvenna.
Öll úrslit fyrri dags keppninnar má sjá hér.

FRÍ Author