Stefán Halldórsson nýr formaður Frjálsíþróttasambandsins

Ný stjórn var kjörin á þingu, en fyrri stjórn gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Auk Stefáns voru kjörin þau: Benoný Jónsson, Hannes Strange, Sigurður Ingvarsson og Unnur Sigurðardóttir.

Í varastjórn hlutu kosningu: Aðalbjörg Hafsteinsdóttir, Birgir Guðjónsson, Felix Sigurðsson, Katrín Sveinsdóttir og Haraldur Bóason. Þá voru nefndarformenn kosnir líka.

Þau Stefán og Unnur hafa áður átt sæti í stjórn FRÍ, eða tímabilið 2004-2006. Aðrir eru nýjir í aðalstjórn.

Fleiri fréttir af 57. Frjálsíþróttaþinginu verða birtar á næstu dögum.

FRÍ Author