Staðan í Prentmet mótaröð FRÍ

  Í sprettflokki karla leiðir Ívar Kristinn Jaonarson úr ÍR en Haraldur Einarssons, HSK, og Helgi Björnsson, ÍR, gætu enn rænt af honum sigrinum.  Í sprettflokki kvenna leiðir Kristín Birna Ólafsdóttir úr ÍR en Irma Gunnarsdóttir úr Breiðablik á enn möguleika á að næla í sigurinn.  Í millivegalengdaflokki kvenna leiðir Helga Guðný Elíasdóttir úr Fjölni.  Þær Aníta Hinriksdóttir, ÍR, og Stefanía Hákonardóttir, FH, eiga þó enn möguleika á að ná jafn mörgum stigum og Helga Guðný og verður þá sú stúlka krýnd sigurvegari sem fengið flest stig samkvæmt stigatöflu IAAF.  Í stökkflokki kvenna leiðir Hulda Þorsteinsdóttir úr ÍR en Bogey Ragnheiður Leósdóttir, ÍR, Dóróthea Jóhannesdóttir, ÍR og Hafdís Sigurðardóttir, UFA, eiga enn möguleika á sigri.  Keppni er mjög jöfn i kastflokki kvenna þar sem fjórar stúlkur leiða hópinn.  Þetta eru þær Kristín Karlsdóttir úr Breiðablik, Sveinbjörg Zophoníasdóttir úr FH, Ylfa Rún Jörundsdóttir úr ÍR og Vigdís Jónsdóttir úr FH en þær eru allar með átta stig.  Þær Anna Pálsdóttir úr Selfossi og Guðrún Huld Sigurjónsdóttir úr Suðri eiga enn möguleika á stela sigrinum.  Í millivegalengdaflokki, stökkflokki og kastflokki karla er sigur þegar orðinn ljós.  Björn Margeirsson úr UMSS er sigurvegari í millivegalengdaflokki, Kristinn Torfason úr FH er sigurvegari í stökkflokki og Hilmar Örn Jónsson, ÍR, sigrar kastflokkinn.  Hér má sjá stigastöðuna eins og hún er að loknum fimm mótum af sex:
 

  Karlar
Sprettflokkur Ívar Kristinn Jasonarson 12
  Haraldur Einarsson 9
  Helgi Björnsson 8
  Ólafur Guðmundsson 6
  Valdimar Friðrik Jónatansson 5
  Ingi Rúnar Kristinsson 4
  Bjarni Malmquist Jónsson 4
  Krister Blær Jónsson 4
  Ari Bragi Kárason 4
  Kolbeinn Höður Gunnarsson 4
     
Millivegalengdaflokkur Björn Margeirsson 14
  Hlynur Andrésson 6
  Ingvar Hjartarson 5
  Sigurður Páll Sveinbjörnsson 4
  Snorri Stefánsson 4
  Kristinn Þór Kristinsson 4
     
Stökkflokkur Kristinn Torfason 16
  Hreinn Heiðar Jóhannsson 8
  Börkur Smári Kristinsson 8
  Bjarni Már Ólafsson 4
  Sigurjón Hólm Jakobsson 3
  Juan Ramon Borges Bosque 3
  Ingi Rúnar Kristinsson 3
     
Kastflokkur Hilmar Örn Jónsson 16
  Kristján Viktor Kristinsson 10
  Ásgeir Bjarnason 10
  Óðinn Björn Þorsteinsson 8
  Guðmundur Sverrisson 8
  Stefán Árni Hafsteinsson 6
  Örn Davíðsson 6
  Jón Bjarni Bragason 5
     
  Konur
Sprettflokkur Kristín Birna Ólafsdóttir 15
  Irma Gunnarsdóttir 12
  Andrea Torfadóttir 8
  Fjóla Signý Hannesdóttir 8
  Vilhelmína Þór Óskarsdóttir 6
  Aníta Hinriksdóttir 4
  Björg Gunnarsdóttir 4
  Þórdís Eva Steinsdóttir 4
  Stefanía Valdimarsdóttir 4
     
Millivegalengdaflokkur Helga Guðný Elíasdóttir 8
  Aníta Hinriksdóttir 4
  Stefanía Hákonardóttir 4
  Eyrún Gautadóttir 2
  Þórdís Eva Steinsdóttir 2
     
Stökkflokkur Hulda Þorsteinsdóttir 11
  Bogey Ragnheiður Leósdóttir 8
  Dóróthea Jóhannesdóttir 8
  Hafdís Sigurðardóttir 8
  María Rún Gunnlaugsdóttir 6
  Irma Gunnarsdóttir 4
  Ágústa Tryggvadóttir 4
  Jóhanna Margrét Gunnarsdóttir 3
     
Kastflokkur Kristín Karlsdóttir 8
  Sveinbjörg Zophoníasdóttir 8
  Ylfa Rún Jörundsdóttir 8
  Vigdís Jónsdóttir 8
  Anna Pálsdóttir 5
  Guðrún Hulda Sigurjónsdóttir 5
  Ásdís Hjálmsdóttir 4
  Jófríður Ísdís Skaftadóttir 4
  Eyrún Halla Haraldsdóttir 3
  Thelma Björk Einarsdóttir 3
  Ingibjörg Arngrímsdóttir 3

FRÍ Author