Eftirfarandi erlendu mótum unglinga hefur verið frestað eða aflýst vegna COVID-19:
- Norðurlandameistaramótið í fjölþrautum sem átti að fara fram í Seinäjoki, Finnlandi dagana 13.-14. júní hefur verið AFLÝST.
- Bauhaus Junioren Gala sem átti að fara fram í Mannheim, Þýskalandi dagana 20.-21.júní hefur verið AFLÝST.
- Heimsmeistaramóti U20 sem átti að fara fram í Nairobi, Kenýa dagana 7.-12. júlí hefur verið FRESTAÐ. Nánari upplýsingar síðar.
- Evrópumeistaramóti U18 sem átti að fara fram í Rieti, Ítalíu dagana 16.-19.júlí hefur verið FRESTAÐ. Nánari upplýsingar síðar.
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um Norðurlandameistaramót U20 og U23 sem eiga að fara fram í ágúst í Danmörku og Svíþjóð.