Spennandi keppni og óvissa um úrslit í Bikarnum um helgina

Sameiginlegt lið Norðlendinga, HSK, Breiðabliks og lið Ármanns/Fjölnis eru nokkuð svipuð að getu í heildina litið. Styrkur þeirra er þó mismunandi. Kvennalið Norðurlands ætti að vera nokkuð öflugt og verður í baráttunni um efstu sætin, en karlaliðið er veikara en ella, m.a. vegna forfalla Þorsteins Ingvarssonar. Að sama skapi er kvennalið HSK nokkuð öflugra á pappírunum, en gloppur eru nokkrar í karlaliðinu hjá þeim. Karla- og kvennalið Breiðabliks og Ármanns/Fjölnis eru nokkuð jöfn að getu miðað við önnur lið.
 
Venju samkvæmt verður ekkert gefið eftir og barist verður um hvern sentimetra og sekúndubrot og því verður bæði skemmtileg og spennandi keppni að ræða og þó tölfræðin gefi vísbendingar, skiptir hún litlu máli þegar komið er á keppnisvöllinn og sjaldan ganga spár eftir um öll úrslit.
 
Tímaseðil og keppnendaskrá má sjá hér.

FRÍ Author