Spennandi keppni og góður árangur í Bikarkeppni FRÍ

Sveit ÍR í 4×100 m boðhlaupi kvenna setti nýtt íslenskt félagsmet, en þær komu í mark á tímanum 49,94 sek. og sigruðu hlaupið örugglega.
 
Þó svo um stigakeppni milli liða sé að ræða og margir keppendur taka þátt í mörgum greinum, náðist ágætur árangur í dag. Fjóla Signý Hannesdóttir bætti árangur sinni í 400 m grindarhlaupi um rúma sek., en hún keppti einnig í þrístökki á sama tíma. Árangur hennar var 62,25 sek. Þorsteinn Ingvarsson HSÞ og Kristinn Torfason háðu góða keppni í langstökki, þar sem Þorsteinn bar sigur úr býtum með stökki upp á 7,28 m en Kristinn 7,18 m. Skammt á eftir var Bjarni Malmquist Árm./Fjölni með 7,04 m.
 
Þorsteinn sigraði einnig í 100 m hlaupi á 10,96 sek., en Óli Tómas Freysson varð 2. á 11,01 sek. Í 3. sæti varð síðan Svein Elías Elíasson á 11,17 sek. en hann keppti fyrir sitt félag að nýju eftir um tveggja ára hvíld frá keppni.
 
Helga Margrét Þorsteinsdóttir sem keppir fyrir sameiginlegt lið Fjölnis og Ármanns sigraði bæði í í spjótkasti og kúluvarpi en varð að gera sér annað sætið að góðu í þrístökki eftir mikla og spennandi keppni við Ásdísi Magnúsdóttur úr ÍR sem sigraði með 11,67 m. Helga Margrét varð 2. eins og áður sagði með 11,59 m Fjóla Signý Hannesdóttir var þar skammt á eftir með 11,67 m.
 
Keppni hefst kl. 11 á laugardegi í sleggjukasti og er áætlað að keppni ljúki um kl. 14:35 en þá verða Bikarmeistarar árið 2010 krýndir.
 
Hægt verður að fylgjast með mótinu á heimasíðu FRÍ hér.

FRÍ Author