Spennandi keppni á Smáþjóðaleikunum á morgun,

Í sleggjukasti kvenna verður Vigdís í baráttu við stöllur sínar frá Kýpur um sigur í greininni, en keppnin fer fram á aðalleikvangi. Það mun vera í fyrsta sinn í rúm 40 ár sem sleggjukast fer fram á Laugardalsvelli, sem er útaf fyrir sig athyglisverður viðburður út af fyrir sig.
 
Hulda Þorsteinsdóttir verður með í stangarstökkinu eftir nokkra fjarveru úr landsliðinu, en hún stökk rúma 4 m nýlega og á góða möguleika á sigri í greininni.
 
Aníta Hinriksdóttir fær tækifæri að bæta fyrir mistök sín í 800 m hlaupinu en hún hleypur til úrslita í 1500 m hlaupinu kl. 18:40. 1500 m hlaup karla verður hörkuspennandi enda 8 keppendur skráðir til leiks og eiga okkar hlauparar, Kristinn Þór Kristinsson og Hlynur Andrésson góða möguleika á verðlaunum þar.
 
Þeir Kristinn Torfason og Þorsteinn Ingvarsson verða í baráttunni um verðlaunsætin við Kýpurbúana í langstökkinu, en þar eru keppendur mjög jafnir, sé miðað við fyrri afrek.
 
Keppni hefst kl. 16:00 með sleggjukasti kvenna. Úrslit í grindahlaupum hefjast síðan kl. 16:30 og rekur hver greinin sig á eftir annari þar til keppni lýkur um kl. 19. Tímaseðil má sjá hér.

FRÍ Author