Spennandi 800 m hlaup karla og kvenna

Björn Margeirsson FH sigraði með góðum endaspretti í 800 m hlaupi á tímaanum 1 mín. 54,56 sek. Næstir á eftir komu ÍR ingarnir Snorri Sigurðsson og Ólafur Konráð Albertsson á tímunum 1:55,74 og 1:56,28.
 
Björg Gunnarsdóttir ÍR sigraði í kvennahlaupinu eftir góða keppni við Írisi Önnu Skúladóttur Fjölni. Tími Bjargar var 2:20,02 mín. og Írisar Önnu 2:23,14 mín. Í þriðja sæti varð síðan Helga Lísa Helgadóttir FH á tímanum 2:26,60 mín.
 
Öll úrslit birtast á Mótaforriti FRÍ og eru uppfærð jafnóðum og þau eru tilkynnt.

FRÍ Author