Það er stór vika framundan í frjálsum íþróttum á Íslandi. Margt af okkar fremsta frjálsíþróttafólki er að keppa víðs vegar í heiminum. Á morgun hefst Bandaríska háskólameistaramótið í Eugene, Oregon þar sem Íslendingar eiga tvo keppendur. Á morgun fer einnig fram Trond Mohn Games í úthverfi Bergen þar sem fimm Íslendingar eru á meðal keppenda.
Það eru tvö landsliðsverkefni um helgina, NM í fjölþrautum í Finnlandi og Smáþjóðameistaramótið á Möltu. Hægt er að sjá landsliðsval á mótunum hér.
NCAA Outdoor Championships
Dagbjartur Daði Jónsson (ÍR) keppir í spjótkasti aðfaranótt fimmtudags klukkan 00:45.
Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) keppir í kúluvarpi á aðfaranótt föstudags klukkan 02:40.
Úrslit í rauntíma má finna hér.
*Allar tímasetningar eru á íslenskum tíma
Trond Mohn Games
Hilmar Örn Jónsson (FH) keppir í sleggjukasti klukkan 16:30.
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir (ÍR) og Tiana Ósk Whitworth (ÍR) keppa í 100m hlaupi klukkan 17:15.
Aníta Hinriksdóttir (FH) keppir í 800m hlaupi klukkan 18:20.
Úrslit í rauntíma má finna hér.
*Allar tímasetningar eru á íslenskum tíma