Spennan var í hámarki á 12. Bikarkeppni FRÍ

12. Bikarkeppni FRÍ fór fram laugardaginn 10. mars í Kaplakrika í Hafnarfirði. Keppnin milli FH og ÍR var hnífjöfn frá upphafi til enda og var gríðarleg spenna í loftinu allt mótið.

Hér má sjá helstu úrslit:

Keppni hófst á 60 m grindahlaupi kvenna en þar bar María Rún Gunnlaugsdóttir FH sigur úr býtum á sínum besta tíma á tímabilinu, 8,81 sek. Irma Gunnarsdóttir Breiðabliki hafnaði í 2. sæti á persónulegu meti, 8,85 sek og Helga Margrét Haraldsdóttir ÍR hafnaði í 3. sæti, einnig á persónulegu meti, 9,03 sek.

Hulda Þorsteinsdóttir ÍR sigraði stangarstökk kvenna með yfirburðum er hún fór yfir 4,25 m sem er hennar besti árangur á tímabilinu og mótsmet. Hilda Steinunn Egilsdóttir FH hafnaði í 2. sæti með 3,53 m stökki og Rakel Ósk Dýrfjörð Björnsdóttir KFA hafnaði í 3. sæti með 3,43 m stökki og setti um leið persónulegt met.

Kristinn Torfason FH sigraði þrístökk karla er hann stökk 14,63 m í síðasta stökki og náði um leið sínum besta árangri á tímabilinu. Þorsteinn Ingvarsson ÍR hafnaði í 2. sæti með 14,19 m stökki og Bjarki Rúnar Kristinsson Breiðabliki í 3. sæti með 14,01 m stökki.

Einar Daði Lárusson ÍR bar sigur úr býtum í 60 m grindahlaupi karla er hann hljóp á tímanum 8,39 sek. Ísak Óli Traustason UMSS hafnaði í 2. sæti 8,58 sek og Guðmundur Heiðar Guðmundsson FH hafnaði í 3. sæti á 8,64 sek.

Í kúluvarpi kvenna bar Erna Sóley Gunnarsdóttir ÍR sigur úr býtum en hún varpaði kúlunni 13,68 m í síðasta kasti. Irma Gunnarsdóttir Breiðabliki hafnaði í 2. sæti með 13,18 m og Thelma Björk Einarsdóttir HSK í 3. sæti með 13,03 m.

Tiana Ósk Whitworth ÍR sigraði í 60 m hlaup kvenna þegar hún kom í mark á tímanum 6,62 sek, Andrea Torfadóttir FH hafnaði í 2. sæti á 7,71 sek og Birna Kristín Kristjánsdóttir Breiðabliki í 3. sæti á 7,81 sek.

Jóhann Björn Sigurbjörnsson UMSS sigraði í 60 m hlaupi karla á tímanum 6,96 sek sem er hans besti tími á þessu tímabili. Dagur Andri Einarsson FH hafnaði í 2. sæti á tímanum 7,04 sek og Guðmundur Ágúst Thoroddsen Fjöleldingu hafnaði í 3. sæti á 7,10 sek.

Hlaupastjarnan Aníta Hinriksdóttir ÍR keppti í 1500 m hlaupi kvenna og tryggði ÍR-ingum öruggan sigur í greininni er hún kom í mark á tímanum 4:34,68 mín sem er nýtt mótsmet. María Birkisdóttir FH hafnaði í 2. sæti á 4:43,45 mín sem er hennar besti árangur á tímabilinu og Helga Guðný Elíasdóttir Fjöleldingu hafnaði í 3. sæti á 4:54,29 mín sem er jafnframt hennar besti tími á þessu tímabili.

Kristinn Þór Kristinsson HSK kom fyrstur í mark í 1500 m hlaupi karla á tímanum 4:06,13 mín eftir gríðarlega harða baráttu við Sæmund Ólafsson ÍR sem hljóp á 4:06,62 mín. Hugi Harðarson Fjöleldingu hafnaði í 3. sæti á 4:11,65 mín.

María Rún Gunnlaugsdóttir FH sigraði langstökk kvenna með 5,85 m stökki, Birna Kristín Kristjánsdóttir Breiðabliki hafnaði í 2. sæti með 5,72 m og Hildigunnur Þórarinsdóttir ÍR hafnaði í 3. sæti með 5,66 m stökki og er það persónulegt met hjá henni.

Kristján Viggó Sigfinnsson Ármanni sigraði hástökk karla er hann stökk yfir 1,99 m í fyrstu tilraun en þess má geta að Kristján er aðeins 15 ára gamall. Örvar Eggertsson FH hafnaði í 2. sæti er hann fór yfir 1,96 m sem er persónulegt met hjá honum og Jón Gunnar Björnsson ÍR hafnaði í 3. sæti með 1,83 m.

Óðinn Björn Þorsteinsson ÍR varpaði kúlunni lengst allra eða 16,48 m og tryggði ÍR-ingum öruggan sigur í kúluvarpi. Tómas Gunnar Gunnarsson Smith hafnaði í 2. sæti í greinni á persónulegu meti, 15,87 m. Kristján Viktor Kristinsson Breiðabliki hafnaði í 3. sæti með 15,46 m.

Arna Stefanía Guðmundsdóttir FH setti nýtt glæsilegt mótsmet og hljóp á sínum besta tíma á árinu í 400 m hlaupi kvenna er hún kom í langfyrst í mark á tímanum 54,26 sek. Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir ÍR hafnaði í 2. sæti á persónulegu meti 56,68 sek og Vilhelmína Þór Óskarsdóttir Fjöleldingu hafnaði í 3. sæti á tímanum 57,19 sek sem er persónulegt met hjá henni.

Ívar Kristinn Jasonarson ÍR sigraði 400 m hlaup karla með yfirburðum er hann kom í mark á tímanum 48,25 sek sem er hans besti tími á árinu í þessari grein. Kormákur Ari Hafliðason FH hafnaði í 2. sæti á tímanum 50,05 sek. Bjarni Anton Theódórsson Fjöleldingu hafnaði í 3. sæti á tímanum 51,64 sek.

Fyrir boðhlaupin voru lið FH og ÍR jöfn að stigum og spennan því gríðarleg.

Sveit ÍR kom fyrst í mark í 4×200 m boðhlaupi kvenna. Sveitin kom í mark á tímanum 1:38,43 mín sem er nýtt Íslandsmet og mótmet. Sveitina skipuðu þær Tiana Ósk Whitworth, Helga Margrét Haraldsdóttir, Aníta Hinriksdóttir og Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir. Metið var áður 1:38,45 mín og var það einnig í eigu ÍR-inga en það met var sett á 11. Bikarkeppni FRÍ innanhúss 2017. Sveit FH-A hafnaði í 2. sæti á tímanum 1:38,89 mín og Sveit Breiðablik í 3. sæti á 1:44,29 mín.

Sveit FH-A kom fyrst í mark í 4×200 m boðhlaupi karla og hljóp sveitin á tímanum 1:29,84 mín. Sveit Breiðabliks hafnaði í 2. sæti á tímanum 1:30,05 mín og Sveit UMSS hafnaði í 3. sæti á tímanum 1:31,38 mín sjónarmun á undan Sveit ÍR sem hafnaði í 4. sæti á sama tíma og UMSS, 1:31,38 mín.

Lokastaðan í stigakeppninni varð sú að ÍR og FH-A hlutu jafnmörg stig eða 103,0 stig í heildarstigakeppninni. ÍR-ingar voru úrskurðaðir sem sigurvegarar í heildarstigakeppninni þar sem ÍR hlaut fleiri gullverðlaun en lið FH-A. Lið ÍR hlaut 8 gullverðlaun en lið FH-A hlaut 5. Lið Breiðabliks hafnaði í 3. sæti í heildarstigakeppninni með 78,0 stig.

ÍR sigraði einnig stigakeppnina í kvennaflokki en liðið hlaut 51,0 stig. Lið FH-A hafnaði í 2. sæti með 49,0 stig og Breiðablik í 3. sæti með 39,0 stig.

FH-A sigraði stigakeppnina í karlaflokki með 54,0 stig, ÍR hafnaði í 2. sæti með 52,0 stig og Breiðablik hafnaði í 3. sæti með 39,0.

Hér má sjá öll úrslit frá mótinu.

Hér má sjá myndir frá mótinu. Myndirnar eru teknar af Gunnlaugi A. Júlíussyni.

Hér má sjá myndbönd sem Frjálsíþróttavefurinn Silfrið tók á mótinu.