Smáþjóðaleikarnir hefjast á Kýpur eftir helgina – Mynd af liðinu

Nú eru aðeins þrír dagar þar til keppni hefst á Smáþjóðaleikunum á Kýpur. Íslenski keppnishópurinn heldur utan á sunnudaginn og er fyrsti keppnisdagur í frjálsum á þriðjudaginn, en keppnisdagar í frjálsum eru þrír, þ.e. þriðjudagur, fimmtudagur og laugardagur. Í frjálsíþróttahópnum eru 20 keppendur, auk fjögurra fylgdarmanna.
Hópurinn hefur undirbúið sig vel fyrir leikana og verður spennandi að fylgjast með árangri okkar fólks í næstu viku.
 
Meðfylgjandi mynd var tekin þegar landsliðið kom saman í vikunni til æfinga og fundahalda á Laugardalsvelli.
Á myndinni eru frá vinstri:
Aftasta röð: Jón Ásgrímsson, Bergur Ingi Pétursson, Óðinn Bjön Þorsteinsson og Eggert Bogason þjálfari.
Næsta röð: Trausti Stefánsson, Kristinn Torfason, Stefán Guðmundsson, Einar Daði Lárusson, Ásdís Hjálmsdóttir, Magnús Valgeir Gíslason og Helga Margrét Þorsteinsdóttir.
Næstfremsta röð: Unnur Sigurðardóttir yfirþjálfari, Arndís Ýr Hafþórsdóttir, Þorbergur Ingi Jónsson, Ágústa Tryggvadóttir, Jóhanna Ingadóttir, Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir, Hafdís Sigurðardóttir, Guðlaug Baldvinsdóttir flokkstjóri og Einar Þór Einarsson þjálfari. Fremstar eru svo Fríða Rún Þórðardóttir og Linda Björk Lárusdóttir. Á myndina vantar Björgvin Víkingsson og Kára Stein Karlsson sem eru erlendis.
 
Við mundum að sjálfsögðu fylgjast vel með árangri okkar fólks á Smáþjóðaleikunum.
Heimasíða leikana er: www.cyprus2009.org.cy

FRÍ Author