Smáþjóðaleikar 2015 – síðasti skráningardagur landsliðs er 6. maí

 Smáþjóðaleikarnir fara fram hér á landi dagana 1.-6. júní og frjálsíþróttahluti leikanna á dögunum 2. , 4. og 6. júní.  Framkvæmdastjóri sambandsins hefur forskráð stóran hóp íþróttamanna í samráði í Íþrótta-og afreksnefnd og að því stefna að tveir frjálsíþróttamenn frá Íslandi taki þátt í flestum greinum. Endanlegt landslið þarf að tilkynna miðvikudaginn  6. maí en hægt að gera breytingar á þeirri skráningu fram til 10. maí ef nauðsyn krefur. Íþrótta-og afreksnefnd (ÍÞA) mun skilgreina fljótlega þau viðmið sem lögð verða til grundvallar vali landsliðsins að þessu sinni.
 
Almennt hafa  m.a. eftirfarandi viðmið legið til grundvallar vali ÍÞA á landsliði:
 
• Árangur á síðustu mótunum utanhúss fyrir lokaval skiptir meira máli en árangur innanhúss eða árangur utanhúss árið á unda.
• Æskilegt er að íþróttamenn séu búnir að keppa að minnsta kosti einu sinni utanhúss á árinu fyrir lokaval.  

FRÍ Author