Skráningarfrestur vegna EM öldunga rennur út á sunnudaginn

Skráningarfrestur vegna Evrópumeistaramóts öldunga í frjálsum íþróttum utanhúss rennur út sunnudaginn 18. júní. Mótið fer fram í Árósum dagana 27. júlí til 6. ágúst næstkomandi og nokkrir Íslendingar eru skráðir til leiks.
Skráning fer fram í gegnum þessa vefslóð hér: http://www.emacs2017.com/en-GB/Practical-Information/Registration
Þeir sem óska eftir aðstoð vegna skráningarinnar er bent á að hafa samband við öldungaráð FRÍ í gegnum netfangið oldungarad@fri.is .
Allar helstu upplýsingar um mótið er að finna á vefsíðu þess: http://www.emacs2017.com/ .
Vakin er athygli á að margir af íslendingunum sem hyggjast keppa munu gista á Zleep Hotel Arhus. Sjá hér: http://www.emacs2017.com/en-GB/Accommodation/View/Zleep-Hotel-Aarhus