Skráning í Ármannshlaupið

Nú fer hver að verða síðastur til að skrá sig í Ármannshlaupið sem haldið verður í kvöld kl 20:00.  Hlaupaleiðin er 10 km en nokkuð frábrugðin því sem hefur verið undanfarin ár. Ræsing og endamark verður í vatnagörðum milli Avis og Holtagarða.  Þaðan er hlaupið á göngustíg meðfram Sæbrautinni út undir Hörpu. Lykkja er tekin á báðum leiðum við Listasafn Sigurjóns Ólafssonar. 

Skráning lýkur á vefnum í dag, 3.Júlí 2019 kl 19:30 en hægt verður að skrá sig á staðnum til 19:45. Þáttökugjald í dag er 3.000 kr og hægt er að sækja keppnisgögn og skrá sig í Holtagörðum frá kl 17:00.

Verðlaunagripir verða fyrir fyrstu 3 sæti karla og kvenna og hljóta sigurvegarar í hverjum aldursflokki karla og kvenna verðlaun. Allir þáttakendur frá þáttökupening og verða útdráttarverðlaun.

Ekki láta hlaupið fram hjá þér fara og endilega skráðu þig hér og taktu þátt í 10 Km hlaupi Ármanns.