Sjöunda lengsta kast ársins hjá Ásdísi

Ásdís Hjálmsdóttir opnaði tímabilið sitt í gær þegar hún keppti í spjótkasti út í Svíþjóð. Ásdís kastaði 61,24 metra sem er hennar lengsta kast frá árinu 2017 en Íslandsmet hennar sem er 63,43 metrar er frá árinu 2017.

Kast Ásdísar er sjöunda lengsta kast ársins í heiminum og setti hún einnig vallarmet og mótsmet. Ásdís Hjálmsdóttir verður 35 ára á árinu og er því orðinn gjaldgeng í flokk öldunga. Með árangrinum í gær var hún því að bæta Norðurlandamet öldunga 35 ára og eldri.

Hér má sjá myndband af kasti Ásdísar