Sjöþraut á MÍ um helgina – glæsilegar framfarir og persónuleg met hjá öllum

Í flokki pilta 18-19 ára sigraði Tristan Freyr Jónsson (ÍR) með glæsilegum árangri  upp 5106 stig. Ari Sigþór Eiríksson (Breiðablik) hafnaði í öðru sæti með 4282 stig eftir hörku keppni við Jón Gunnar Björnsson (ÍR) sem hlaut bronsverðlaun með 4180stig. Piltar í þessum flokki kast 6,0kg kúlu í stað 7,26kg kúlu í karlaflokki.

Í flokki pilta 17-18 ára sigraði Guðmundur Karl Úlfarsson (Ármanni) með glæsilegri persónulegri bætingu 4514stig. Silfurverðlaunin hlaut Gunnar Eyjólfsson (UFA) með 4285 stig  eftir hörku keppni við Guðmundur Smári Daníelsson (UMSE) sem hlaut 4283stig og því aðeins tvö stig skildu að silfur-og brosaverðlaunahafa.

Árangur Einars Daða Lárussonar Íslandsmeistara karla í einstökum greinum var sem hér greinir : 60m (7,25sek), langstökk (7,10m), Kúluvarp (13,34m), hástökk (2,06m), 60m grindarhlaup (8,19sek), stangarstökk (4,60m) og 1000m hlaup (2:46,07 min).

FRÍ Author