Sjöþraut á HM í ungmenna hafin

Keppni í sjöþraut ungmenna hófst í morgun með keppni í 100 m grindarhlaupi. Sveinbjörg Zophaníasdóttir USÚ náði tímanum 15,59 sek. sem alveg við hennar besta árangur sem hún náði á NM unglinga í fjölþrautum sem haldið var í Kópavogi í síðasta mánuði. Þar hljóp hún á 15,52 sek. Alls hlaut hún 765 stig fyrir fyrstu greinina. Sveinbjörg hefur verið í mikilli framför á þessu ári, en hún átti rúmar 18 sek. í þessari grein á sl. ári.
 
Elodie Jakob frá Sviss leiðir keppnina eftir grindarhlaupið með 971 stig en í öðru sæti, með 954 stig er Virva Vainiopnää frá Finnlandi sem varð Norðurlandameistari á Kópavogsvelli í síðasta mánuði.

FRÍ Author