Sjö nýjir þjálfarar útskrifaðir

Þau sem útskrifuðust nú eru, talið frá vinstri: Þórunn Sigurðardóttir, Linda Björk Valbjörnsdóttir,Kristinn Héðinsson, Guðrún Arngrímsdóttir, Valdimar Friðrik Jónatansson Katla Ketilsdóttir og Inga Jóna Sveinsdóttir. Með þeim á myndinni er Alberto Borges aðalleiðbeinandi námskeiðsins.
 
Fyrsta stigið er fyrir börn og unglinga og eru Krakkafrjálsar (Kids Athletics) hluti af því stigi. Á næsta ári verður haldið leiðbeinenda námskeið á 2. stigi í Köln í Þýskalandi og stefnt er að senda þátttakendur frá Íslandi þangað. Þá verður einnig hægt að útskrifa þjálfara á 2. stigi hér á landi, en efri þrjú stigin eru kennd á vegum IAAF.

FRÍ Author