Sjö lið skráð til þátttöku í Bikarkeppni FRÍ

Þau sjö lið sem mæta eru: Breiðablik, FH, Fjölnir/Ármann, HSK, ÍR-A lið, ÍR-B lið og Norðurland, en það er sameiginlegt lið UMSS, UMSE, UFA og HSÞ.
 
Miðað við skráningar liða má búast við góðri og spennandi keppni og þó að ÍR hafi sigrað tvö undanfarin ár í keppninni er ljóst að önnur lið ætla ekki að gefa neitt eftir.
 
Nánari upplýsingar verða birtar hér á heimasíðu FRÍ þegar nær dregur. Einnig verða fljótlega birtar upplýsingar um mótið í Mótaforriti FRÍ.

FRÍ Author