Sjö mótsmet á MÍ 15-22 ára um helgina

Meistaramót Íslands 15-22 ára fór fram í Kaplakrika um helgina. Mikið var um persónulegar bætingar á mótinu og voru alls sjö ný mótsmet sett.

  • Kristján Viggó Sigfinnsson Ármanni setti glæsilegt mótsmet í hástökki pilta 15 ára er hann stökk yfir 1,95 m.
  • Þórdís Eva Steinsdóttir FH setti glæsilegt mótsmet í 200 m hlaupi stúlkna 18-19 ára er hún hljóp á tímanum 25,18 sekúndum.
  • Sindri Freyr Seim Sigurðsson HSK/Selfoss setti glæsilegt mótsmet í 300 m hlaupi pilta 15 ára er hann hljóp á tímanum 38,48 sekúndum.
  • Tómas Gunnar Gunnarsson Smith FH setti glæsilegt mótsmet í kúluvarpi (6,0 kg) pilta 18-19 ára er hann varpaði kúlunni 16,76 m. Var hann einnig að bæta sinn persónulega árangur en hann átti áður 16,34 m og var því að bæta sig um 42 cm.
  • Erna Sóley Gunnarsdóttir ÍR setti glæsilegt mótsmet í kúluvarpi (4,0 kg) stúlkna 18-19 ára er hún varpaði kúlunni 14,16 m. Var hún einnig að bæta sinn persónulega árangur en hún átti áður best 13,91 m og var því að bæta sig um 25 cm.
  • Eva María Baldursdóttir HSK/Selfoss setti glæsilegt mótsmet í hástökki stúlkna 15 ára er hún stökk yfir 1,68 m. Var hún að jafna sinn besta utanhúss árangur en bæta sinn persónulega árangur innanhúss en hún átti áður best 1,64 m inni.
  • Sveit FH setti glæsilegt mótsmet í 4×200 m boðhlaupi stúlkna 18-19 ára er þær hlupu á tímanum 1:46,16 mín.

Frjálsíþróttasamband Íslands óskar þeim öllum innilega til hamingju með frábæran árangur!

HSK/Selfoss sigraði heildarstigakeppnina með 328 stig, ÍR hafnaði í 2. sæti með 302 stig og Breiðablik hafnaði í 3. sæti með 223 stig. ÍR hlaut flest verðlaun á mótinu eða samtals 49 talsins og hlutu ÍR-ingar einnig flest gullverðlaun eða alls 19.

HSK/Selfoss sigraði stigakeppnina í flokki pilta og stúlkna 15 ára og í flokki pilta 18-19 ára. ÍR sigraði stigakeppnina í flokki pilta og stúlkna 16-17 ára og í flokki stúlkna 18-19 ára. Breiðablik sigraði stigakeppnina í flokki pilta 20-22 ára og FH sigraði stigakeppnina í flokki stúlkna 20-22 ára.

Öll úrslit mótsins má sjá hér.