Sjáumst í Krikanum – Meistaramót Íslands um helgina

Sjáumst í Krikanum – Meistaramót Íslands um helgina

Stærsta mót ársins innanlands, Meistaramót Íslands fer fram í Kaplakrika um helgina, 25.-26. júní. Fremsta frjálsíþróttafólk landsins verður samankomið og mun keppa um 34 Íslandsmeistaratitla í einstaklingsgreinum. Hægt er að fylgjast með úrslitum í rauntíma hér en annars hvetjum við alla til þess að mæta á völlinn!

Það verður blönduð keppni í sleggjukasti í ár þar sem konur og karlar kasta á sama tíma og byrjar keppnin klukkan 13:00 á laugardag. Elísabet Rut Rúnarsdóttir (ÍR) er á meðal keppenda í sleggjukasti kvenna og er frábæru formi. Hún bætti eigið Íslandsmet í byrjun júní og kastaði 65,37 metra. Íslandsmethafinn í sleggjukasti karla, Hilmar Örn Jónsson (FH), er búinn að kasta 75,52 metra í ár en Íslandsmet hans í greininni er 77,10 metrar.

Guðni Valur Guðnason kastar kringlu á sunnudag klukkan 14:00. Guðni er búinn að kasta lengst 64,87 metra í ár sem hann gerði á Selfoss Classic. Íslandsmet Guðna í greininni er 69,35 metra sem hann setti í september árið 2020. 

Baldvin Þór Magnússon (UFA) mætir ferskur frá Bandaríkjunum og keppir í 1500 metra hlaupi. Hann á Íslandsmetið í greininni sem er 3:40,74 mín. Baldvin er búinn að eiga frábært tímabil, komst í úrslit á HM í 3000 metra hlaupi í vetur og varð sexfaldur svæðismeistari MAC innan- og utanhúss á þessu tímabili. 1500 metra hlaupið hefst klukkan 15:40 á laugardag. 

Í spjótkasti karla er Dagbjartur Daði Jónsson (ÍR) skráður til leiks. Spjótkastið byrjar klukkan 16:20 á laugardag. Dagbjartur átti flott tímabil í Bandaríkjunum í vor, varð svæðismeistari SEC og sjöundi á bandaríska háskólameistaramótinu. Hann er búinn að kasta 76,78 metra í ár en hann á best 79,57 metra. 

Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) er búin að kasta vel í ár og bætti Íslandsmetið utanhúss í mars með kast upp á 17,29 metra. Erna er með fjórða lengsta kast í Evrópu í U23 ára flokki og varð einnig svæðismeistari C-USA í vor. Kúluvarpið hefst klukkan 14:00 á sunnudag.

Hlynur Andrésson verður á meðal keppenda í 5000 metra hlaupi. Þetta verður fyrsta 5000 metra hlaupið hans í ár en hann á best 13:41,06 mín. Hlynur er eini Íslendingurinn sem er kominn með lágmark á EM í Munchen sem fer fram í ágúst en hann náði lágmarki í maraþoni í Dresden á síðasta ári. 5000 metra hlaupið hefst klukkan 14:40 á sunnudag.

Kristján Viggó Sigfinnsson (Ármann) stekkur hátstökk á laugardag klukkan 14:00. Kristján var með annað hæsta stökkið í heiminum í U20 ára flokki innanhúss í vetur með stökk sitt uppá 2,20 metra. Kristján er kominn með lágmark á HM U20 sem fram fer í Kólumbíu í ágúst og verður spennandi að fylgjast með honum stökkva á laugardag. 

Aníta Hinriksdóttir (FH) mun opna utanhúss tímabilið sitt í bæði 800 og 1500 metra hlaupi. Aníta var búin að hlaupa á 2:05,20 mín. innanhúss í vetur í 800 metra hlaupi og hljóp 1500 metra hlaup á MÍ innanhúss á tímanum 4:41,45 mín. 1500 metra hlaupið hefst klukkan 15:50 á laugardag og 800 metra hlaupið hefst klukkan 15:35 á sunnudag. 

Kolbeinn Höður Gunnarsson (FH) og Tiana Ósk Whitworth (ÍR) keppa bæði í 100 og 200 metra hlaupi um helgina. Kolbeinn hljóp á glæsilegum tíma á Smáþjóðameistaramótinu á Möltu í 100 metra hlaupi, 10,59 sek. (+0,1). sem er aðeins einu sekúndubroti frá hans besta. Íslandsmetið í greininni er 10,51 sek. Hann er búinn að hlaupa á 21,40 sek. (+1,9) í 200 metra hlaupi utanhúss í ár en hann á Íslandsmetið í greininni sem er 20,96 sek. Tiana er búin að hlaupa á 11,71 sek. (+0,7) í ár sem hún gerði í Kaupmannahöfn síðustu helgi. Hún á best 11,57 sek. sem er aðeins sekúndubroti frá Íslandsmeti Guðbjargar Jónu Bjarandóttur (ÍR). Í 200 metra hlaupi er Tiana búin að hlaupa á 24,25 sek. (+3,0) utanhúss í ár og á best 23,79 sek. utanhúss.

12:00 (lau) undanúrslitin 100m karla // 15:20 (lau) úrslit 

12:50 (lau) undanúrslit 100m kvenna // 15:30 (lau) úrslit

11:00 (sun) undaúrslit 200m karla // 15:50 (sun) úrslit

12:00 (sun) undanúrslit 200m kvenna // 16:00 (sun) úrslit

Penni

4

min lestur

Deila

Fimm Íslendingar keppa á Bauhaus Junioren-Gala sem fram fer í Mannheim í Þýskalandi um helgina. Mótið er haldið árlega og er mjög sterkt alþjóðlegt unglingamót þar sem yfir 400 keppendur taka þátt frá löndum víðsvegar um heiminn. 
Fimm Íslendingar keppa á Bauhaus Junioren-Gala sem fram fer í Mannheim í Þýskalandi um helgina. Mótið er haldið árlega og er mjög sterkt alþjóðlegt unglingamót þar sem yfir 400 keppendur taka þátt frá löndum víðsvegar um heiminn. 
Um helgina fór fram 96. Meistaramót Íslands í Kaplakrika. Hilmar Örn Jónsson (FH) og Tiana Ósk Whitworth (ÍR) voru með stigahæstu afrek kvenna og karla samkvæmt stigatöflu alþjóða frjálsíþróttaambandsins.
Þrír Íslendingar keppa á EM U18 sem fer fram í Jerúsalem, Ísrael dagana 4.-7. Júlí.

Engjavegi 6, 104 Reykjavík

fri@fri.is  +354 514 4040

Kt 560169-6719

@fri2022

Sjáumst í Krikanum – Meistaramót Íslands um helgina

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit