Sindri Hrafn með bætingar og met

Með þessu kasti náði hann alþjóðlegu lágmarki inn á HM 17 ára og  yngri sem haldið verður í Lille í Frakklandi í byrjun júlí í sumar en til þess þurfti hann að kasta 62 m. Sindri Hrafn æfir tugþraut undir stjórn Jóns Sævars Þórðarsonar sem  er yfirþjálfari meistaraflokks Breiðabliks í frjálsum. Hann verður einn af fulltrúum Íslands á NM unglinga í fjölþrautum sem fram fer í  Sipoo í Finnlandi 18.-19. júní nk.
 
Það eru greinilega spennandi tímar framundan hjá þessum efnilega  íþróttamanni og verður gaman að fylgjast með honum á keppnisvellinum  ef fram heldur sem horfir, segir í fréttatilkynningu frá Breiðablik.

FRÍ Author