Sindri með sterka endurkomu

Penni

2

min lestur

Deila

Sindri með sterka endurkomu

Sindri Hrafn Guðmundsson (FH) og Dagbjartur Daði Jónsson (ÍR) tóku fyrstu tvö sætin á Maroon and White Invite í Starkville, Mississippi um helgina. Eftir að hafa verið frá allt síðasta ár vegna meiðsla kom Sindri sterkur tilbaka með kast upp á 80,09 metra. Sindri á best 80,91 metra frá 2018 og er þetta þriðja lengsta kastið hans á ferlinum. Dagbjartur kastaði lengst 76,66 metra en hann er búinn að kasta 78,56 metra lengst í ár.

Baldvin Þór Magnússon kom fyrstur í mark í 1500m hlaupi á GVSU Extra weekend meet í Allendale í Michigan um helgina. Baldvin kom í mark á tímanum 3:43,25 mín. og var nálægt Íslandsmeti sínu í greininni sem hann setti í mars á þessu ári.

Kringlukast árið hjá Heru Christensen (FH) byrjar glæsilega. Hera bætti sinn persónulega árangur um þrjá metra á Innanfélagsmóti FH í Kaplakrika á mánudaginn þar sem hún kastaði 47,90 metra sem gefur henni keppnisrétt á sterku U20 móti í Mannheim í lok júní. Þessi árangur gefur góð fyrirheit á EM U20 sem fer fram í Jerúsalem dagana 7.-10. ágúst. Hera átti lengst 41,00 metra fyrir 2023 tímabilið og hefur því bætt sig um tæpa sjö metra á fyrstu tveimur mótunum sínum í ár.

Framundan

Framundan í Bandarísku háskólunum eru svæðismeistaramótin. Við erum með átta Íslenska keppendur sem keppa á sínum svæðismeistaramótum og munum við gera upphitunarfréttir með helstu upplýsingum varðandi keppendur, mótin og hvar það verður hægt að fylgjast úrslitum.

Á Íslandi er framundan hið árlega Vormót HSK sem fer fram á Selfossvelli þann 17. maí. Mótið er Global Calander mót og mun margt af okkar fremsta frjálsíþróttafólki mæta og opna tímabilið sitt á þessu móti.

Hvað er Global Calander mót?

Global Calander mót eru mót sem hvert félag þarf að sækja um til alþjóðasambandsins (WA) til þess að árangur gildir til lágmarka á EM og HM í öllum aldursflokkum sem og á stigalista fyrir stórmót.

Penni

2

min lestur

Deila

Sindri með sterka endurkomu

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit