Sindri Hrafn stórbætti skólametið

Sindri Hrafn Guðmundsson er kominn á fulla ferð og orðinn góður af meiðslum í olnboga sem hann hefur glímt við síðastliðin 2 ár. Nú um helgina sigraði hann MW Track and Field Outdoor Championships sem er stórt háskólamót í Bandaríkjunum með kasti uppá 77,19m. Með þessu kasti stórbætti hann skólametið í Utah State háskólanum og MW mótsmetið en það var 73,35m áður. Var þetta kast einnig mjög nálægt hans besta árangri sem er 77,28m frá árinu 2014. Verður því mjög spennandi að fylgjast með Sindra á næstunni.

Hér má sjá myndskeið af kastinu hans Sindra.

Við óskum Sindra til hamingju með frábæran árangur!