Sindri Hrafn sigraði í Texas

Sindri Hrafn Guðmundsson sem keppir fyrir Utah State háskólann sigraði í gær í spjótkasti á Texas Relays í Austin með kasti uppá 78,04 metra. Kastið kom í 2.umferð og er næstlengsta kast Sindra frá upphafi en stutt er síðan kappinn náði lágmarki fyrir EM í Berlín með kasti uppá 80,49 metra.
Til gamans má geta þess að íslandsmethafinn Einar Vilhjálmsson sigraði einmitt í spjótkasti á þessu sögufræga móti síðastur íslendinga, en hann keppti á sínum tíma fyrir Texas háskólann í Austin.

Íslandmet Einars er 86,80 metrar og það kæmi ekki á óvart að Sindri gerði atlögu að því meti á næstunni.

Innilega til hamingju Sindri Hrafn!