Sindri Hrafn sigraði á úrtökumótinu!

Sindri Hrafn  Guðmundsson spjótkastari úr Breiðablik gerði sér lítið fyrir og sigraði í gær á úrtökumóti amerísku vesturdeildarinnar og tryggði sér  farseðilinn á lokamót NCAA.
Sindri Hrafn kastaði 77.87m og sigraði  með nokkrum yfirburðum. Sindri sem einnig er kominn með lágmark á Evrópumeistaramótið í Berlín er greinilega í mjög góðu formi og það verður gaman að fylgjast með lokamótinu sem fram fer í Eugene í byrjun júní.
Til hamingju Sindri!
Að auki kepptu Kolbeinn Höður Gunnarsson og Vigdís Jónsdóttir en sveit Kolbeins í 4x100m boðhlaupi gerði ógilt og Vigdís kastaði sleggjunni 57,87m og endaði í 24 sæti af 48 en 12 fóru áfram.
Það verða því Hlynur, Hilmar Örn og Sindri Hrafn sem keppa á lokamóti NCAA og er það glæsilegur árangur hjá þeim.