Sindri Hrafn Guðmundsson úr Breiðablik varð rétt í þessu í 9 sæti í úrslitum spjótkastkeppninnar á EM 20-22 ára. Hann kastaði 74,42 metra og var aðeins 2 sentimetrum frá því að komast í 8 manna úrslitin og fá þannig 3 köst í viðbót. Gríðarlega jöfn keppni í gangi og 7 sætið var einungis 4 sentimetra í burtu.
Frábær árangur og mikill sómi af Sindra Hrafni.
Til hamingju með frábæran árangur!