Sindri Hrafn í 20. sæti á EM

mynd eftir Simone Castrov

Penni

< 1

min lestur

Deila

Sindri Hrafn í 20. sæti á EM

Sindri Hrafn Guðmundsson (FH) kastaði spjótinu lengst 77,30 m á Evrópumeistaramótinu í Róm í dag. Hans lengsta kast var í fyrstu umferð, í annari umferð kastaði hann 75,93 m. og í þriðju umferð gerði hann ógilt. Þetta er í annað sinn sem Sindri keppir á EM en hann tók þátt á EM í Berlín árið 2018.

Til þess að tryggja sér sæti í úrslitum þurfti að kasta 82,00 m. eða vera meðal tólf efstu. Sindri hafnaði í tíunda sæti í sínum kasthópi og í 20. sæti í heildina. Hann var í 24. sæti á stigalista fyrir EM og vann sig því upp um 4 sæti. Met Sindra er 81,21 m. sem hann kastaði fyrir u.þ.b mánuði síðan á USATF Throwers Elite.

“Gekk í ekki alveg nógu vel í dag. Það var hellings kraftur í fyrsta kastinu en það var frekar misheppnað samt sem áður og í seinustu tveimur gekk ekkert upp. Alltaf gaman að kasta á EM en auðvitað vildi maður kasta lengra og komast í úrslit en það verður að bíða þangað til næst. Framundan eru tvö mót á Íslandi, meðal annars MÍ sem er hrikalega mikilvægt mót fyrir sæti á efstu 32 fyrir Ólympíuleikanna, þannig að það verður bara allt sett í þau mót,” sagði Sindri Hrafn eftir keppni.

Heildarúrslit kasthópsins má finna hér.

Penni

< 1

min lestur

Deila

Sindri Hrafn í 20. sæti á EM

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit