Sindri Hrafn heldur áfram að bæta sig og sigrar á háskólamóti í USA

Sindri Hrafn Guðmundsson var bæði útnefndur frjálsíþróttamaður vikunnar hjá First Credit Union og hjá Mountain West þegar hann sigraði í spjótkasti á Rafer Johnson/Jackie Joyner-Kersee Invitational sem haldið var í Los Angeles í Kaliforníu helgina 8. og 9. apríl. Sindri bætti eigið skólamet með því að kasta spjótinu 73.06m. Nánari umfjöllun má sá hér sem og úrslit. Til hamingju Sindri Hrafn!