Sindri Hrafn Guðmundsson nær EM lágmark í spjótkasti

Spjótkastarinn knái úr Breiðabliki, Sindri Hrafn Guðmundsson, stórbætti í gær sinn besta árangur í spjótkasti þegar hann kastaði 80,49m á fyrsta háskólamóti sumarsins hjá Utah State University. Sindri Hrafn bætti ekki aðeins sinn besta árangur, sem var 77,28m, heldur bætti um leið met skólans. Í þriðja lagi náði Sindri Hrafn um leið lágmarki til keppni á EM sem fram fer í Berlín í ágúst í sumar.

Þegar þetta er ritað hafa aðeins sjö spjótkastarar í heiminum kastað lengra Sindri Hrafn í ár, hér.

Sindri Hrafn er aðeins fimmti Íslendingurinn frá upphafi sem nær að kasta spjótinu yfir 80m, samanber afrekaskrá.

Það verður gaman að fylgjast með framhaldinu hjá Sindra Hrafni á næstunni!

Mynd með frétt af Facebook síðu Sindra Hrafns.