Silfurleikar ÍR á morgun

Þáttakendur 10 ára og yngri keppa í fjölþraut barna sem er alþjóðlegt keppnisfyrirkomulag sem ÍR-ingar hafa haft forystu um að innleiða hér á landi. Keppendur 11-17 ára keppa í hefðbundnum frjálsíþróttagreinum. Yngstu aldursflokkarnir hefja keppni kl. 9:00 og fyrstu tvo tímana verður keppt á 23 stöðum samtímis bæði í gömlu Höllinni og frjálsíþróttahöllinni. Eftir því sem líður á daginn fjölgar keppnisgreinum í unglingaflokkum og áætlað keppni ljúki kl. 17:00. Mótið er framkvæmt af um 80 sjálfboðaliðum úr röðum ÍR-inga.
 
Tímaseðil mótsins fyrir 11-17 ára má nálgast hér
 Nánari upplýsingar eru hér.

FRÍ Author