Silfurleikar ÍR á laugardaginn – tuttugustu leikarnir og ljóst að metþátttaka verður í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal um helgina.

Þegar fyrstu leikarnir voru haldnir haustið 1996 þótti það mjög nýstárlegt að halda frjálsíþróttamót innanhúss fyrir börn og unglinga að hausti til. Þátttakendur í fyrsta mótinu voru innan við eitt hundrað en Silfurleikarnir ruddu brautina í mótahaldi að hausti til og nú eru haldin mörg mót innanhúss hér á landi fyrir börn og unglinga á þessum tíma árs.
 
Leikarnir eru haldnir árlega til heiðurs afreki Vilhjálms Einarssonar á Ólympíuleikunum í Melbourne 1956 þar sem hann vann fyrstu ólympíuverðlaun Íslendinga með silfurverðlaunum í þrístökki. Keppni í þrístökki er því gert sérstaklega hátt undir höfði á leikunum.

FRÍ Author