Silfurleikar ÍR. Fjölmennasta innanhússmót í frjálsum í landinu frá upphafi – yfir 600 bætingar hjá um 840 þátttakendum. Glæsilegt mót í alla staði.

Leikarnir hófust um morguninn og þeim lauk á tilsettum tíma kl. 18:00 undir traustri stjórn Frjálsíþróttadeildar ÍR og um 100 sjálfboðaliða sem gerðu þennan frumkvöðlaviðburð að veruleika í 20. sinn. Og nú sem aldrei fyrr hvað varðar fjölda þátttakenda voru voru um 850 talsins – flott þróun frá fyrstu leikunum 1996 þegar um 100 ungmenn spreyttu sig saman. Frjálsíþróttahreyfingin á ÍR-ingum mikið að þakka hversu vel hefur tekist til að efla hreyfingu ungs fólks innanhúss í frjálsíþróttum og allt útlit fyrir að þátttaka á innanhússmótum í Hafnarfirði og á Akureyri muni ná sambærilegu umfangi í framtíðinni enda allt á fullri ferð á þeim stöðum líka og takmörk fyrir því hvað hægt er að nýta eina frjálsíþróttahöll fyrir marga á stórviðburði í frjálsíþróttum. Allt er klárlega á fullri ferð í frjálsum þar sem allir hafa hlutverk og framförum hver og eins er fagnað.
 
Á fáa verðu halla þótt  ábyrgðarmanni Silfurleika ÍR og formanni Frjálsíþróttadeildar ÍR, Margréti Héðinsdóttur, verði hér sérstaklega þakkað frábær störf frjálsíþróttadeildarinnar að þessu sinni sem fyrri ár. 
 

FRÍ Author