Sigurvegarar í stigakeppni mótaraðar FRÍ

Flokkastigakeppni:
 
Karlar:
Sprettflokkur – Kolbeinn Höður Gunnarsson, UFA
Millivegalengdaflokkur – Snorri Sigurðsson, ÍR
Stökkflokkur – Hreinn Heiðar Jóhannsson, HSK
Kastflokkur – Guðmundur Sverrisson, ÍR
 
Í kastflokki karla voru tveir einstaklingar með þrjá sigra eða 12 stig.  Þetta voru þeir Guðmundur og blikinn Jón Bjarni Bragason.  Þurfti því að skoða afrekastig IAAF til að skera úr um sigurvegara og skoraði Guðmundur hærra þar, 949 stig (70,17m) á Kastmóti FH og var því kringdur sigurvegari.
 
Konur:
Sprettflokkur – Stefanía Valdimarsdóttir, Breiðabliki
Millivegalengdaflokkur – Aníta Hinriksdóttir, ÍR
Stökkflokkur – Arna Ýr Jónsdóttir, Breiðabliki
Kastflokkur – María Rún Gunnlaugsdóttir, Ármanni
 
Grípa þurfti á ný til afrekastiga IAAF til að skera úr um sigurvegara kvenna í millivegalengdaflokki.  Þar voru nokkrar stúlkur jafnar en þar sem Aníta var með bestan árangur stigalega séð stendur hún uppi sem sigurvegari að þessu sinni.
 
Heildarstigakeppni:
 
Samhliða flokkastigakeppninni fór fram heildarstigakeppni þar sem öll mót giltu til stiga en þó var einungis hægt að safna stigum úr einni grein á hverju móti.  Sigurvegarar eru þau Jón Bjarni Bragason en hann hlaut alls 16 stig og María Rún Gunnlaugsdóttir sem hlaut samtals 20 stig.

FRÍ Author