Sigurður Evrópumeistari í kringlukasti og Jón með brons í lóðkasti

Sigurður Haraldsson úr Leikni Fáskrúðsfirði nældi sér í gullverðlaun í kringlukasti í flokki 80-84 ára á EM í Ancona á Ítalíu í dag. Sigurður kastaði 1 kg kringlunni 26,92 metra. Jón H. Magnússon ÍR náði einnig verðlaunasæti í dag, þegar hann varð í 3. sæti í lóðkasti í flokki 70-74 ára. Jón kastaði 7,26 kg lóði 15,77 metra.
 
Íslensku keppendurnir þrír hafa staðið sig gríðarlega vel á mótinu og unnið til samtals sex verðlauna á mótinu.
 
Sjá nánar: www.ancona.evaci2009.com

FRÍ Author