Síðasta Gullmót IAAF í kvöld í Brüssel – Sýnt á morgun kl. 11:30 á RUV

Síðasta Gullmót IAAF á þessu sumri fer fram í Brüssel í kvöld og verður mótið sýnt á RUV á morgun kl. 11:30.
Keppendalistinn í Brüssel er mjög áhugaverður og nokkur spennandi einvígi á mótinu í kvöld.
Það einvígi sem flestir bíða eftir er í 100m hlaupi karla, en þar mætast Jamaíkubúarnir Usain Bolt heimsmethafi (9,69s) og Asafa Powell, en Powell gerði sér lítið fyrir og vann Bolt í vikunni í Lausanne og hljóp á næstbesta tíma í 100m hlaupi frá upphafi, 9,72 sek. Þar gæti heimsmetið fallið ef aðstæður verða hagstæðar.
 
Þær Blanka Vlasic frá Króatíu (hástökk) og Palima Jelimo (800m) eru einu íþróttmennirnir sem ennþá eiga möguleika á Gullpottinum, en þær hafa sigrað sínar greinar á öllum fimm Gullmótum sumarsins og þurfa að sigra í kvöld og á Worls Athletics Final, sem fram fer í Stuttgart um næstu helgi til að tryggja hlutdeild í milljón dala pottinum.
 
Sjá nánar heimasíðu IAAF
 

FRÍ Author