Allt á fullu á síðari degi MÍ í dag – allir geta upplifað mikið fjör í frjálsum án endurgjalds, velkomin á völlinn

Keppni á síðari dagi MÍ verður hörð og spennandi á Þórsvellinum á Akureyri í dag og hefst kl 10:30.Viðbúið að mikið verði um framfarir og góðan árangur eins og á fyrri deginum. Landsliðsmenn Íslands í frjálsíþróttum munu keppa til úrslita í 18 greinum í dag og næsta víst að stemmningin mun verða engu minni en í gær. Mótinu lýkur með keppni í boðhlaupum sem hefjast kl 15:50 og  þykja ævinlega mjög spennandi og skemmtileg. Allir eru velkomnir á völlinn án endurgjalds til að upplifa mikið fjör í frjálsum á Þórsvellinum á Akureyri.

Keppnisgreinar og tímaseðil í dag má nálgast (dagur-2): HÉR

Dagskrá og keppendalista í greinum má nálgast (dagur-2) : HÉR

 

FRÍ Author